Eins og komið hefur fram vann ég mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þann 18. maí síðastliðinn þar sem úrskurðað var að íslenska ríkið hefði brotið mannréttindi mín. 24. ágúst fékk ég bréf frá dómstólnum þar sem mér var tilkynnt að hinn brotlegi myndi una dómnum og hann stæði.

Bréf frá Mannréttindadómstóli Evrópu þann 24. ágúst þar sem dómur um mannréttindabrot íslenska ríkisins gegn Jóni Ásgeiri er endanlega staðfestur

Sjá hér: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/05/18/slenska_rikid_braut_gegn_joni_sgeiri/

Sjá hér: https://www.jonasgeirjohannesson.is/jon-asgeir-hver-aetlar-ad-axla-abyrgd/

Munu menn axla ábyrgð? Mun Hæstiréttur axla ábyrgð á því að hafa brotið mannréttindi?

Á Íslandi er það stór galli á kerfinu að menn í æðstu embættum axla aldrei ábyrgð heldur sitja áratugum saman í sömu störfum. Vegna þess hversu lítið samfélagið er á Íslandi er enn meiri þörf en í mörgum öðrum löndum að taka upp þá reglu hér að æðstu embættismenn sitji aðeins í átta ár. Það á að borga góð laun fyrir þessi störf svo öflugt fólk veljist í þau. Það er eina leiðin til að koma í veg fyrir að spilling og misnotkun valds grasseri í þjóðfélaginu. Aðförin gegn mér hófst með innrásinni í Baug í ágúst 2002 og hún hefur nú staðið í 15 ár. Vonandi er dómur MDE lokahnykkurinn í aðförinni gegn mér því hún var að öllu leyti smituð af spillingu og misnotkun á valdi.

Jón Ásgeir Jóhannesson