Jón Ásgeir Jóhannesson mun fá mál gegn honum í tengslum við skattalagabrot í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums endurupptekið. Beiðni hans um endurupptöku hefur verið samþykkt af endurupptökunefnd en áður hafði Ríkissaksóknari sent frá sér greinargerð þar sem sterk rök voru talin hníga til að endurupptaka yrði samþykkt. Í úrskurði endurupptökunefndarinnar segir að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins sem hafi haft áhrif á niðurstöðu þess og því séu skilyrði fyrir endurupptöku uppfyllt.

Sjá: Frétt mbl.is

Sjá: Frétt vb.is

Sjá: Úrskurð endurupptökunefndar

Sjá: Frétt um greinargerð Ríkissaksóknara

Um er að ræða mál sem fjallað var um fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og féll dómur í málinu 18. maí á síðasta ári. Þar var kveðin upp sá dómur að íslenska ríkið hefði brotið á mannréttindum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar með því að dæma hann tvívegis fyrir sama brot. Í ljósi þess dóms var farið með málið fyrir endurupptökunefnd sem eftir tæpt ár hefur kveðið upp úrskurð sinn.

Sjá: Jón Ásgeir vinnur mál gegn íslenska ríkinu

Sjá: Viðbrögð Jóns Ásgeirs

Ekki er vitað hvenær málið verður tekið fyrir á nýjan leik.