This post is also available in: English (English)

Jón Ásgeir Jóhannesson fæddist í Reykjavík 27. janúar 1968, sonur hjónanna Jóhannesar Jónssonar og Ásu Karenar Ásgeirsdóttur, sem bæði eru látin. Hugur Jóns Ásgeir hneigðist snemma til viðskipta og árið 1989, eftir nám í Verzlunarskólanum, stofnaði hann Bónus ásamt föður sínum Jóhannesi. Feðgarnir byrjuðu smátt í 400 fermetra húsnæði við Skútuvog en á nokkrum árum varð Bónus næststærsti smásöluverslun landsins og gjörbreytti matarinnkaupum Íslendinga með lægra vöruverði en áður hafði þekkst.

Árið 1992 keypti Hagkaup, helsti samkeppnisaðili Bónus, helmingshlut í fyrirtækinu og til varð Baugur Group sem átti eftir að setja mark sitt á íslenskan smásölumarkað og viðskiptalíf á næstu árum. Jón Ásgeir var forstjóri félagsins sem varð leiðandi á íslenskum smásölumarkaði. Undir forystu Jóns Ásgeirs sótti Baugur Group fram á erlendri grund og þegar best lét átti félagið leiðandi hlut í leikfangarisanum Hamleys, House of Fraser, Debenhams sem og Karen Millen og fleiri fatamerki í Bretlandi og vöruhúsin víðfrægu Magasin du Nord og Illum í Danmörku sem stóðu höllum fæti þegar Baugur Group kom að rekstrinum. Með mikilli vinnu náðist að snúa rekstrinum til betri vegar eftir 15 ára taprekstur. Stærsta verkefni Baugs á þessum tíma voru kaupin á Booker og Iceland Food í Bretlandi sem var án nokkurs vafa best heppnuðu kaup íslenskra viðskiptamanna í útlöndum.

Viðskiptasaga Jóns Ásgeirs
1989
Stofnaði Bónus með föður sínum

1998
Bónus sameinaðist Hagkaup og varð að Baugi Group með Jón Ásgeir sem forstjóra

2001
Baugur eignast 20% hlut í smásölurisanum Arcadia

2002
Baugur dregur yfirtökutilboð sitt í Arcadia til baka og selur hlut sinn til Philip Green

2003
Baugur kaupir leikfangarisann Hamleys

2004
Baugur kaupir skartgripakeðjuna Goldsmith

2004
Baugur kaupir kvenfatatískubúðirnar Whistles og Karen Millen

2004
Baugur kaupir Magasin du Nord í Kaupmannahöfn

2005
Baugur kaupir Big Food Group and skipta strax fyrirtækinu upp í tvö, Iceland Food og Booker

2005
Baugur kaupir Illum verslunina í Kaupmannahöfn

2006
Baugur kaupir House of Fraser.

Baugur Group fékk að kenna á hruninu og var félagið tekið til gjaldþrotaskipta snemma árs 2009.

Jón Ásgeir hefur verið viðloðandi íslenska fjölmiðla í um 15 ár, allt frá því að hann eignaðist Fréttablaðið árið 2002. Einu og hálfu ári seinna, í nóvember 2004 keypti hann Norðurljós, sem samanstóð af Stöð 2 og tengdum sjónvarpsstöðvum og Bylgjunni og tengdum útvarpsstöðvum. Úr varð fjölmiðlarisinn 365 sem er í dag í eigu eiginkonu Jóns Ásgeirs, Ingibjargar Pálmadóttur.

Jón Ásgeir hefur undanfarin ár einbeitt sér að fjárfestingaverkefnum hérlendis sem og erlendis.