Jón Ásgeir Jóhannesson segir að fyrir sér sé það óheiðarleiki þegar rannsakendur sakamáls halda eftir eða leyna gögnum sem eru mikilvæg fyrir sakborninga. Í grein í Fréttablaðinu fyrir þremur árum sakaði Jón Ásgeir lögreglumennina Grím Grímsson og Svein Ingiberg Magnússon um óheiðarleika í tengslum við rannsókn á Aurum-málinu svokallaða sem bíður meðferðar í Hæstarétti.

Sjá einnig:

http://www.visir.is/g/2014706139989/rannsakadur-afturabak-og-afram-i-12-ar

Grímur svaraði Jóni Ásgeiri í þættinum Sunnudagssögur á Rás 2 í gær og sagði að honum líkaði ekki að vera borinn þeim sökum opinberlega að hann væri óheiðarlegur.

Sjá einnig:

http://www.ruv.is/frett/osattur-vid-ad-vera-sakadur-um-oheidarleika

Jón Ásgeir hefur ákveðið að birta hér þau gögn sem hann telur að rannsakendum hafi borið að leggja fram við þingfestingu málsins en það hafi þeir ekki gert. Hann biður fólk um að dæma sjálft.

„Vegna orða Gríms á Rás 2 í gær legg ég fram eftirtaldar staðreyndir þannig fólk geti dæmt sjálft. Sjálfum finnst mér það óheiðarleiki á hæsta stigi þegar rannsakendur halda undan gögnum sem benda til sakleysis þeirra sem eru ákærðir. Í Bandaríkjunum gætu slíkir rannsakendur átti yfir höfði sér fangelsisdóma,“ segir Jón Ásgeir.

Uppkast Ernst & Young, dags. 1. september 2008, að skýrslu vegna fjárhagslegrar áreiðanleikakönnunar sem unnin var fyrir Damas í tengslum við fyrirhuguð kaup á 30% hlutafjár í Aurum

Uppkast Dewey & LeBoeuf, dags. 2. september 2008, að skýrslu vegna lögfræðilegrar áreiðanleikakönnunar, sem unnin var fyrir Damas í tengslum við hin fyrirhuguðu viðskipti

Fjárfestingasniðmát Damas frá því í september 2008 sem útbúið var í tengslum við hin fyrirhuguðu viðskipti (dómsskjal 44)

Fjárfestingasniðmát Damas frá því í september 2008 sem útbúið var í tengslum við hin fyrirhuguðu viðskipti (dómsskjal 51)

Staðfestingarbréf, undirritað af Tawhid Abdullah forstjóra Damas, sem sent var Gunnari Sigurðssyni, forstjóra Baugs, dags. 6. apríl 2008 þar sem Damas samþykkir verðið (dómsskjal 86)

Staðfestingarbréf, undirritað af Tawhid Abdullah forstjóra Damas, sem sent var Gunnari Sigurðssyni, forstjóra Baugs, dags. 6. apríl 2008 þar sem Damas samþykkir verðið (dómsskjal 87)

Þá komu eftirtalin gögn í leitirnar við undirbúning málsvarnar, gögn sem að mati Jón Ásgeirs hefðu með auðveldum hætti átt að sjá í gegnum málsskjöl og skýrslur af vitnum að voru til og gætu haft grundvallarþýðingu við mat á sekt eða sakleysi. Þau gögn eru:

Verðmat Kaupþings banka hf. frá apríl 2008 (dómsskjal 80)

Verðmat Kaupþings banka hf. frá apríl 2008 (dómsskjal 90)

Verðmat Daða Hannessonar, starfsmanns Glitnis banka hf., frá maí 2008

Að lokum má hér sjá framburð Gríms Grímssonar við aðalmeðferð málsins 8. apríl 2014 í pdf-skjali
Framburður Gríms Grímssonar 8. apríl 2014

og sem frétt: https://www.jonasgeirjohannesson.is/framburdur-grims-grimssonar-i-aurum-malinu-i-heild-sinni/