Jón Ásgeir Jóhannesson og Gestur Jónsson, lögmaður hans, munu, í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í gær þar sem íslenska ríkið var fundið sekt um mannréttindabrot gagnvart Jóni Ásgeiri með því að virða ekki skilmála 7.  viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu um rétt einstaklingsins til að vera ekki refsað tvívegis fyrir sama atvikið. Þetta kom fram í viðtali við Gest í sjónvarpsþættinum Eyjunni á ÍNN í gærkvöld.

„Ég mun óska eftir endurupptöku á málinu og í framhaldi af því mun ég fara yfir það til hvers það nákvæmlega leiðir,“ sagði Gestur í viðtalinu.

Gestur sagði jafnframt í viðtalinu að hann væri ekki hissa á dómnum. „Ég hefði aldrei lagt út í þessa kæru nema vegna þess einfaldlega að ég var sannfærður um að það væri rétt niðurstaða sem Héraðsdómur komst að. Rétt í þeim skilningi að hún væri í samræmi við það sem Mannréttindadómstóllinn hafði áður dæmt. Svo er það auðvitað annað mál og alltaf þannig að þegar þú bíður lengi eftir dómi að þá er það mikill feginleiki sem fylgir því ef þú færð fram þá niðurstöðu sem þú telur rétta. Og Staðreyndin er sú að besta leiðin til þess að fá fólk til þess að meta hlutina er að leggja gögn málsins á borðið þannig að þeir sem hafa til tíma og nennu geta gengið úr skugga um það um hvað atvikin eru og af hverju dómur er felldur. Og því fleiri sem að kynna sér niðurstöðu mála á grundvelli staðreynda en ekki frásagna annarra þeim mun meiri líkur eru á að vit komist í umræðuna.“

Sjá einnighttps://www.jonasgeirjohannesson.is/jon-asgeir-hver-aetlar-ad-axla-abyrgd/

Aðspurður um þýðingu dómsins sagði Gestur í viðtalinu að stóra málið væri hvað menn ætluðu gera í framhaldinu. „Stóra málið í þessu er hvað menn ætla að gera núna varðandi annars vegar þau mál sem þegar hafa verið dæmd, mál sem skipta tugum ef ekki hundruðum, við þær aðstæður sem fólu í sér brot reglum sem verið var að dæma um í morgun (innsk. blm. gær).  Þetta varðar það sem er liðið. Síðan er það þannig að í kerfinu eru all mörg mál sem að lúta sömu lögmálum og þetta mál laut sem nú var verið að dæma í. Ég ímynda mér að ákæruvaldið muni takaákvörðun um að fella þessi mál niður en það þarf auðvitað að taka þá ákvörðun í hverju máli fyrir sig og ég geng út frá því að einhver heildstæð hugmyndafræði verði á baki þeirri ákvörðun,“ sagði Gestur.